Kunnuglegur fyrsti andstæðingur Liverpool

Liverpool og Norwich mættust einnig í 1. umferð fyrir tveimur …
Liverpool og Norwich mættust einnig í 1. umferð fyrir tveimur árum. AFP

Enska úrvalsdeildin í fótbolta gaf í dag út leikjadagskrá á næsta tímabili. Nokkrir mjög áhugaverðir leikir verða strax í 1. umferð.

Nýliðar Brentford fá Arsenal í heimsókn í Lundúnaslag og Tottenham og Manchester City mætast í stórleik. Þá mætast gömlu erkifjendurnir í Manchester United og Leeds á Old Trafford.

Fyrsti leikur Liverpool verður á útivelli gegn Norwich en Liverpool mætti einmitt Norwich í fyrstu umferð á þarsíðasta tímabili. Liverpool varð að lokum Englandsmeistari það tímabil eftir 20 ár án þess að fagna meistaratitlinum.

Ríkjandi meistarar Manchester City fá sérstaklega erfiða byrjun því liðið mætir Tottenham, Arsenal, Leicester, Chelsea og Liverpool í fimm fyrstu umferðunum. Leikjadagskrána má sjá í heild sinni hér. 

Fyrsta umferðin: 
Brentford  Arsenal
Burnley  Brighton
Chelsea  Crystal Palace
Everton  Southampton
Leicester  Wolves
Manchester United  Leeds
Newcastle  West Ham
Norwich  Liverpool
Tottenham  Manchester City
Watford  Aston Villa 

mbl.is