Danir skoruðu eftir 99 sekúndur

Yussuf Poulsen fagnar marki sínu gegn Belgum.
Yussuf Poulsen fagnar marki sínu gegn Belgum. AFP

Yussuf Poulsen er búinn að koma Danmörku yfir gegn Belgíu í B-riðli Evrópumótsins í knattspyrnu á Parken í Kaupmannahöfn en leikurinn hófst klukkan 16.

Það tók danska sóknarmanninn 99 sekúndur að skora fyrsta mark leiksins og hafa Danir aldrei áður skorað jafn snemma í mótsleik í sögu Evrópumótsins.

Þá er þetta næstfljótasta markið í sögu EM en Dmitry Kirichenko skoraði fyrir Rússa gegn Grikkjum á EM 2004 í Portúgal eftir 65 sekúndna leik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert