Frá Chelsea til AC Milan

Fikayo Tomori er genginn til liðs við AC Milan frá …
Fikayo Tomori er genginn til liðs við AC Milan frá Chelsea. AFP

Enski varnarmaðurinn Fikayo Tomori er genginn til liðs við ítalska knattspyrnufélagið AC Milan. Þetta staðfesti félagið á samfélagsmiðlum sínum í dag.

Tomori, sem er 23 ára gamall, skrifar undir fjögurra ára samning við ítalska félagið en hann kemur til AC Milan frá uppeldisfélagi sínu Chelsea. Kaupverðið er talið vera í kringum 25 milljónir punda.

Miðvörðurinn lék með AC Milan á síðustu leiktíð á láni frá Chelsea þar sem hann stóð sig mjög vel og myndaði öflugt miðvarðapar með Simon Kjær.

Milan hafnaði í öðru sæti ítölsku A-deildarinnar á síðustu leiktíð með 79 stig, 12 stigum minna en topplið Inter Mílanó, og leikur AC Milan því í Meistaradeildinni á komandi leiktíð.

mbl.is