Fyrstu kaup nýja stjórans

Yerson Mosquera er orðinn leikmaður Wolves.
Yerson Mosquera er orðinn leikmaður Wolves. Ljósmynd/WWFC.com

Enska knattspyrnufélagið Wolves hefur gengið frá kaupum á Kólumbíumanninum Yerson Mosquera frá Atlético Nacional í heimalandinu. Kaupverðið hefur ekki verið gefið upp.

Mosquiera er tvítugur miðvörður sem hefur æft með kólumbíska landsliðinu að undanförnu. Hann gerir fimm ára samning við Wolves.

Samkvæmt Sky átti Bruno Lage, nýráðinn knattspyrnustjóri Wolves, stóran þátt í að lokka Mosquera yfir til Englands.

mbl.is