Kominn aftur til Aston Villa

Ashley Young er kominn aftur til Aston Villa.
Ashley Young er kominn aftur til Aston Villa. Ljósmynd/Aston Villa

Enski knattspyrnumaðurinn Ashley Young hefur gert eins árs samning við Aston Villa, tíu árum eftir að hann yfirgaf félagið og gekk í raðir Manchester United.

Young, sem er 36 ára, kemur til Villa á frjálsri sölu þar sem samningur hans við Inter Mílanó var runninn út. Young lék 34 leiki með ítalska liðinu á síðustu leiktíð og varð ítalskur meistari.

Young lék 157 deildarleiki með Aston Villa frá 2007 til 2011 og skoraði í þeim 30 mörk. Þá hefur hann skorað sjö mörk í 39 landsleikjum með Englandi.

mbl.is