Vandræðalegt hjá Tottenham

Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham, sér um að ráða næsta knattspyrnustjóra …
Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham, sér um að ráða næsta knattspyrnustjóra liðsins. AFP

Jamie O'Hara, fyrrverandi leikmaður enska knattspyrnufélagsins Tottenhams, gagnrýndi félagið harðlega á samfélagsmiðlinum Twitter í vikunni.

O'Hara, sem er 34 ára gamall, lagði skóna á hilluna á síðasta ári en hann er uppalinn hjá Tottenham og lék með félaginu frá 2003 til ársins 2011.

Tottenham hefur verið án stjóra síðan tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni lauk í maí en liðið hefur átt í viðræðum við fjölda knattspyrnustjóra án árangurs.

„Hvað í fjandanum er í gangi hjá Tottenham,“ skrifaði O'Hara á Twitter.

„Þessi þjálfaraleit er til skammar.  Hefur Daniel Levy [stjórnarformaður félagsins] einhverja hugmynd um hvað hann er að gera?

Þessi svokallaða þjálfaraleit er vandræðaleg og stjórnarformaðurinn hefur ekki hugmynd um hvernig hann á að taka félagið fram á við,“ bætti O'Hara við.

mbl.is