Mané viðrar höfðingslundina

Sadio Mané í leik með Liverpool.
Sadio Mané í leik með Liverpool. AFP

Sadio Mané, landsliðsmaður Senegal og leikmaður Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, hefur ákveðið að styrkja byggingu sjúkrahúss á æskuslóðunum. 

Mané ólst upp Bambali í Senegal og þar er ekkert sjúkrahús. Nú eru uppi áform um að byggja sjúkrahús og Mané ætlar að láta sem nemur um það bil 85 milljónum íslenskra króna af hendi rakna til að styðja við áformin. 

Fram kemur hjá CNN að Mané hafi fundað með forseta landsins til að fá betri tilfinningu fyrir skipulagningu verkefnisins og koma á framfæri áhuga sínum á að styðja við verkefnið. 

Fyrir tveimur árum gaf Mané um helming þessarar upphæðar til styrktar byggingu skólahúsnæðis í þorpinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert