Hafa mikinn áhuga á að fá Gylfa

Gylfi Þór Sigurðsson í leik með Everton.
Gylfi Þór Sigurðsson í leik með Everton. AFP

Knattspyrnufélagið Al-Hilal frá Sádi-Arabíu hefur mikinn áhuga á að fá Gylfa Þór Sigurðsson til liðs við sig. Félagið hefur rætt við enska félagið Everton um möguleg félagaskipti íslenska miðjumannsins.

Tyrkneski blaðamaðurinn Ekrem Konur greinir frá. Hann tekur einnig fram að Gylfi, sem er 31 árs, hafi lítinn áhuga á að spila í Sádi-Arabíu á þessum tímapunkti. Þrátt fyrir það hefur félagið ekki gefist upp á að lokka hann til sín.

Búast má við að Gylfi fái afar há laun, verði af félagaskiptunum. Gylfi er samningsbundinn Everton út næstu leiktíð, en óvíst er hve stórt hlutverk hann fær á komandi leiktíð þar sem félagið er enn í stjóraleit eftir að Carlo Ancelotti skipti yfir til Real Madrid.

mbl.is