Arsenal að kaupa enskan landsliðsmann

Ben White á æfingu enska landsliðsins.
Ben White á æfingu enska landsliðsins. AFP

Enska knattspyrnufélagið Arsenal er nálægt því að komast að samkomulagi við Brighton um kaup á landsliðsmiðverðinum Ben White.

Brighton hafnaði 40 milljón punda boði Arsenal á dögunum, en félögin eru nálægt því að komast að samkomulagi um 50 milljóna punda kaupverð að sögn Sky Sports.

White lék 36 leiki með Brighton í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og var valinn besti leikmaður tímabilsins á lokahófi félagsins. Þá var hann verðlaunaður með sæti í enska landsliðshópnum á EM.

mbl.is