City að kaupa Grealish fyrir metfé

Manchester City ætlar að kaupa Jack Grealish og Harry Kane.
Manchester City ætlar að kaupa Jack Grealish og Harry Kane. AFP

Englandsmeistarar Manchester City munu gera Jack Grealish að dýrasta knattspyrnumanni Englandssögunnar og greiða Aston Villa um 100 milljónir punda fyrir landsliðsmanninn í sumar.

Dail Mail greinir frá því að City og Villa hafi komist að samkomulagi um kaupverðið. Grealish, sem er 25 ára, hefur leikið með Aston Villa allan ferilinn og er í EM-hópi enska landsliðsins.

Forráðamenn City láta sér ekki nægja að kaupa Grealish því samkvæmt Talksport þeir ætla sér að ná í Harry Kane frá Tottenham eftir að kaupin á Grealish ganga í gegn.

mbl.is