Rifbeinsbrotnaði í látunum

Harry Maguire svekktur eftir tapið fyrir Ítalíu í úrslitaleiknum.
Harry Maguire svekktur eftir tapið fyrir Ítalíu í úrslitaleiknum. AFP

Harry Magurie, fyrirliði Manchester United og leikmaður enska landsliðsins, hefur greint frá því að pabbi hans hafi rifbeinsbrotnað eftir árekstur við miðalausan stuðningsmann enska liðsins fyrir úrslitaleik Englands og Ítalíu á Evrópumótinu í fótbolta á Wembley.

Mikil læti urðu í og við Wembley-leikvanginn í London fyrir úrslitaleikinn þar sem miðalausir stuðningsmenn tróðust inn á völlinn og tóku sæti af öðrum stuðningsmönnum og þar á meðal pabba varnarmannsins.

„Pabbi var í látunum. Ég hef ekki talað mikið við hann en ég er feginn að börnin mín voru ekki á leiknum. Pabbi var hræddur og hann átti erfitt með að anda því hann rifbeinsbrotnaði. Hann gerði ekki mikið mál úr því en vonandi gerist þetta ekki aftur,“ sagði Magurie við The Sun.

mbl.is