Framtíð leikmanns United í óvissu

Framtíð Jesse Lingard er í óvissu.
Framtíð Jesse Lingard er í óvissu. AFP

Framtíð enska knattspyrnumannsins Jesse Lingard er í óvissu og er óljóst hvort hann eigi framtíð hjá Manchester United. Lingard er 28 ára og á eitt ár eftir af samningi sínum við United. 

Lingard fékk lítið að spila hjá United á síðustu leiktíð og var því lánaður til West Ham í janúar. Þar sló hann í gegn og skoraði níu mörk og lagði upp fimm til viðbótar í sextán leikjum í ensku úrvalsdeildinni.

The Athletic greinir frá því í dag að West Ham hafi mikinn áhuga á að kaupa Lingard til félagsins, en United vill 30 milljónir punda fyrir sóknarmanninn. West Ham er ekki reiðubúið að greiða svo mikið fyrir leikmann sem á eitt ár eftir af samningi sínum.

Miðilinn geinir einnig frá því að forráðamenn United séu ekki sammála um næsta skref varðandi Lingard. Einhverjir vilja gefa leikmanninum nýjan samning á meðan aðrir vilja að hann verði seldur. 

mbl.is