Færist aftur í gamla farið

Leicester er enskur bikarmeistari.
Leicester er enskur bikarmeistari. AFP

Enska bikarkeppnin í fótbolta færist aftur í gamla farið því skilji lið jöfn í keppninni á komandi leiktíð mætast þau aftur. 

Á síðustu leiktíð var reglunni breytt vegna kórónuveirunnar, en enska knattspyrnusambandið hefur staðfest að endurteknir leikir séu aftur komnir til að vera. 

Þeir hafa komið sér vel fyrir lið í neðri deildum Englands því miklir peningar eru í húfi fyrir lið sem næla sér í auka leik gegn liði í ensku úrvalsdeildinni. 

mbl.is