Færist nær United

Raphael Varane fær gult spjald á EM.
Raphael Varane fær gult spjald á EM. AFP

Franski knattspyrnumaðurinn Raphael Varane færist nær Manchester United en hann er nálægt því að samþykkja kaup og kjör hjá enska félaginu. Varane hefur leikið með Real Madrid síðustu ár og verið lykilmaður í franska landsliðinu.

United og Real eiga enn eft­ir að kom­ast að sam­komu­lagi um kaup­verðið á varn­ar­mann­in­um sem er 28 ára. Par­is SG hef­ur einnig áhuga á Vara­ne.

Vara­ne á eitt ár eft­ir af samn­ingi sín­um við Real Madrid og vill United að kaup­verðið verði lágt vegna þessa, en hann get­ur ann­ars farið á frjálsri sölu til enska fé­lags­ins eft­ir tíma­bilið.

Vara­ne hef­ur verið í her­búðum Real frá ár­inu 2011 og leikið yfir 350 leiki með liðinu. Þá á hann 79 lands­leiki að baki fyr­ir Frakk­land.

mbl.is