Góðar fréttir fyrir Liverpool

Markvörðurinn Alisson skoraði ótrúlegt sigurmark fyrir Liverpool gegn West Brom.
Markvörðurinn Alisson skoraði ótrúlegt sigurmark fyrir Liverpool gegn West Brom. AFP

Brasilíski markvörðurinn Alisson er við það að skrifa undir nýjan fimm ára samning við enska knattspyrnufélagið Liverpool.

Alisson, sem er 28 ára, hefur leikið 100 deildarleiki með Liverpool frá árinu 2018. Síðan þá hefur hann verið einn allra besti markvörður Evrópu.

Vinsældir hans jukust enn frekar hjá stuðningsmönnum Liverpool þegar hann skoraði mikilvægt sigurmark í uppbótartíma gegn West Brom undir lok síðustu leiktíðar í sigri sem reyndist dýrmætur í baráttunni um sæti í Meistaradeild Evrópu.

mbl.is