Tveir vængmenn á leið til Everton

Andros Townsend í baráttu við Mohamed Salah í leik Crystal …
Andros Townsend í baráttu við Mohamed Salah í leik Crystal Palace og Liverpool á síðasta tímabili. AFP

Enska knattspyrnufélagið Everton er að semja við tvo enska vængmenn, þá Demarai Gray, sem er mála hjá Bayer Leverkusen í Þýskalandi, og Andros Townsend sem síðast lék með Crystal Palace.

Gray, sem samdi við Leverkusen í janúar síðastliðnum eftir að hafa verið seldur frá Leicester City, verður keyptur á aðeins eina og hálfa milljón punda.

Townsend kemur svo á frjálsri sölu eftir að samningur hans við Crystal Palace, sem hann hefur leikið með frá árinu 2016, rann út í lok síðasta mánaðar.

Það er Paul Joyce, knattspyrnublaðamaður hjá The Times, sem greinir frá þessu á twitteraðgangi sínum.

Gray er 25 ára gamall og Townsend þrítugur. Um fyrstu tvenn kaup Rafaels Benítez, nýs knattspyrnustjóra Evertons, verður að ræða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert