Ítalskur markvörður í Tottenham

Pierluigi Collini er að fara til Tottenham.
Pierluigi Collini er að fara til Tottenham. Ljósmynd/Atalanta

Enska knattspyrnufélagið Tottenham er að ganga frá samningi við markvörðinn Pierluigi Collini. Hinn 26 ára Collini verður fyrsti leikmaðurinn sem fer til Tottenham síðan Nuno Espirito Santo tók við sem knattspyrnustjóri liðsins.

Collini mun fara að láni til Tottenham fyrst um sinn og mun enska félagið geta keypt hann á 13 milljónir punda eftir tímabilið.

Ítalinn hefur áður leikið á Englandi en hann lék 20 leiki með Aston Villa í B-deildinni árið 2016, áður en hann fór til Atalanta þar sem hann hefur verið aðalmarkvörður undanfarin þrjú ár. Hann á einn landsleik eða baki en var ekki í ítalska hópnum sem varð Evrópumeistari á dögunum.

mbl.is