Lék rifbeinsbrotinn á EM

Luke Shaw lék vel þrátt fyrir rifbeinsbrot.
Luke Shaw lék vel þrátt fyrir rifbeinsbrot. AFP

Enski knattspyrnumaðurinn Luke Shaw spilaði síðustu þrjá leiki Evrópumótsins í sumar rifbeinsbrotinn. Hann brotnaði í leiknum gegn Þýskalandi í 16-liða úrslitum en lék þrátt fyrir það síðustu þrjá leikina.

Shaw virtist kunna vel við sig með brotin rifbein því hann lagði upp tvö mörk í átta liða úrslitunum gegn Úkraínu, lék vel gegn Danmörku í undanúrslitum og skoraði svo í úrslitunum á móti Ítalíu.

Leikmaðurinn mun væntanlega missa af fyrstu leikjum Manchester United á komandi leiktíð þar sem hann er enn í fríi eftir Evrópumótið og að glíma við meiðslin.

mbl.is