Orðinn leikmaður Everton

Androw Townsend í leik með Crystal Palace gegn Liverpool.
Androw Townsend í leik með Crystal Palace gegn Liverpool. AFP

Enska knattspyrnufélagið Everton hefur gengið frá samningi við Andros Townsend. Hinn þrítugi Townsend kemur til Everton á frjálsri sölu frá Crystal Palace og gerir tveggja ára samning við félagið.

Hann er fyrsti leikmaðurinn sem gengur í raðir Everton síðan Rafael Benítez tók við sem knattspyrnustjóri. Þeir unnu saman hjá Newcastle á sínum tíma.

Townsend lék seinni hluta 2015/16-leiktíðarinnar hjá Newcastle að láni frá Tottenham en gat ekki komið í veg fyrir fall Newcastle og spænska stjórans. Hann skoraði 16 mörk í 185 leikjum með Crystal Palace.

mbl.is