Reynslumikill markvörður í Everton

Asmir Begovic er orðinn leikmaður Everton.
Asmir Begovic er orðinn leikmaður Everton. Ljósmynd/Everton

Enska knattspyrnufélagið Everton hefur gengið frá tólf mánaða samningi við Asmir Begovic. Begovic kemur til Everton frá Bournemouth.

Begovic, sem er 34 ára, hefur leikið 252 leiki í ensku úrvalsdeildinni með Bournemouth, Chelsea, Portsmouth og Stoke. Þá á hann 63 landsleiki að baki fyrir Bosníu.

Begovic mun keppa við Jordan Pickford, aðalmarkvörð enska landsliðsins, um markvarðarstöðu liðsins.

mbl.is