Missir af æfingaferð Everton

Fabian Delph í leik með enska landsliðinu.
Fabian Delph í leik með enska landsliðinu. AFP

Fabian Delph, miðjumaður enska knattspyrnufélagsins Everton, mun ekki fara með í æfingaferð liðsins í Bandaríkjunum í sumar.

Ástæðan fyrir því er sú að hann var í návígi við aðila sem smitaðist af kórónuveirunni og þarf því að fara í 10 daga sóttkví á heimili sínu.

Delph hefur undanfarna daga á sam­fé­lags­miðlum verið rang­lega nefnd­ur sem sá leikmaður Evert­on sem sæt­ir lög­reglu­rann­sókn vegna gruns um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi.

Tug­ir þúsunda sam­fé­lags­miðlanot­enda deildu sín á milli röng­um skila­boðum um að Delph hefði verið hand­tek­inn eft­ir hús­leit.

Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is er leikmaður­inn sem um ræðir Gylfi Þór Sig­urðsson.

mbl.is