Nýliðarnir styrkja sig

Kristoffer Ajer er orðinn leikmaður Brentford.
Kristoffer Ajer er orðinn leikmaður Brentford. Ljósmynd/Brentford

Enska knattspyrnufélagið Brentford hefur gengið frá kaupum á norska leikmanninum Kristoffer Ajer frá Celtic. Ajer skrifar undir fimm ára samning við Brentford en kaupverðið er 13,5 milljónir punda.

Norwich var einnig á after Ajer en hann ákvað að ganga í raðir Brentford, sem er nýliði í ensku úrvalsdeildinni á komandi leiktíð.

Ajer er 23 ára varnarmaður sem hefur leikið með Celtic frá 2016, alls 111 leiki. Þar á undan var hann samherji Matthíasar Vilhjálmssonar hjá Start í heimalandinu.

mbl.is