Orðinn leikmaður Everton

Demarai Gray er orðinn leikmaður Everton.
Demarai Gray er orðinn leikmaður Everton. Ljósmynd/Everton

Knattspyrnumaðurinn Demarai Gray skrifaði í dag undir þriggja ára samning við Everton. Hann kemur til félagsins frá Bayer Leverkusen í Þýskalandi. Kaupverðið er 1,7 milljónir punda. 

Leikmannahópur Everton er sem stendur í æfingabúðum í Flórída og gæti Gray leikið með liðinu gegn kólumbíska liðinu Millonarios á laugardaginn kemur.

Aðeins eru sex mánuðir síðan Gray yfirgaf Leicester til að ganga í raðir Leverkusen. Gray hefur skorað 13 mörk í 169 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Hann skoraði eitt mark í 12 leikjum í þýsku Bundesligunni.

mbl.is