Varane og United hafa náð saman

Raphael Varane spilaði með Frökkum á EM í sumar.
Raphael Varane spilaði með Frökkum á EM í sumar. AFP

Franski knatt­spyrnumaður­inn Rap­hael Vara­ne hefur komist að samkomulagi um kaup og kjör við enska félagið Manchester United.

Varane hefur verið lykilmaður hjá spænska stórliðinu Real Madríd og franska landsliðinu undanfarin ár en virðist nú ætla að róa á önnur mið. Samkvæmt heimildum Goal hefur leikmaðurinn samþykkt að gera fimm ára samning við United, til ársins 2026, en félögin hafa enn ekki komist að samkomulagi.

Segir enn fremur að United eigi enn eftir að bjóða formlega í leikmanninn en Varane á eitt ár eftir af samning sínum hjá Real. United vill að kaupverðið verði lágt vegna þessa en leikmaðurinn getur annars farið á frjálsri sölu eftir næsta tímabil.

Vara­ne hef­ur verið í her­búðum Real frá ár­inu 2011 og leikið yfir 350 leiki með liðinu. Þá á hann 79 lands­leiki að baki fyr­ir Frakk­land.

mbl.is