Vilja fá Paul Pogba í sumar

Enn er óvíst hvar Paul Pogba spilar fótbolta í vetur.
Enn er óvíst hvar Paul Pogba spilar fótbolta í vetur. AFP

Franska knattspyrnustórliðið PSG vill klófesta miðjumanninn Paul Pogba í sumar en hann á nú ekki nema eitt ár eftir af samningi sínum við Manchester United.

Franski miðjumaðurinn hefur verið í viðræðum við United um nýjan samningi undanfarnar vikur en samkvæmt Sky Sports vill leikmaðurinn taka sér góðan tíma áður en hann tekur ákvörðun um framtíð sína. Pogba er 28 ára gamall og ansi líklegt að næsti samningur verði síðasti stóri samningurinn á ferlinum. Samkvæmt fréttinni hafa forráðamenn félaganna ekkert rætt sín á milli en PSG er sagt vera tilbúið að borga um 60 milljónir evra fyrir leikmanninn.

Pogba hef­ur verið sterk­lega orðaður við brott­för frá enska félaginu undanfarin ár en hann gekk til liðs við United frá Juventus sumarið 2016 fyrir rúmar 80 milljónir punda. Pogba hef­ur verið tals­vert gagn­rýnd­ur fyr­ir frammistöðu sína með United í gegn­um tíðina en hann á að baki 206 leiki fyr­ir fé­lagið þar sem hann hef­ur skorað 38 mörk og lagt upp önn­ur 45.

mbl.is