Áfall að vera orðaður við Everton

Steven Gerrard er nú knattspyrnustjóri nýkrýndra Skotlandsmeistara Rangers.
Steven Gerrard er nú knattspyrnustjóri nýkrýndra Skotlandsmeistara Rangers. AFP

Steven Gerrard, knattspyrnustjóri Rangers í Skotlandi og leikmaður með Liverpool allan sinn feril sem leikmaður, segir að það hafi verið áfall fyrir sig að vera orðaður við starf stjóra Everton fyrr í sumar.

Gerrard var einn þeirra sem voru orðaður við starfið eftir að Carlo Ancelotti hætti skyndilega til að taka við Real Madrid. Sem fyrirliði Liverpool um árabil og eitt af stóru nöfnunum í sögu félagsins hefði það væntanlega verið einkennilegt fyrir hann að taka við grönnunum og erkifjendunum í Everton.

Gerrard sagði við ESPN i dag að það hefði aldrei komið til greina.

Steven Gerrard átti langan og glæsilegan feril með Liverpool.
Steven Gerrard átti langan og glæsilegan feril með Liverpool. AFP

„Ég fékk áfall og var gapandi hissa yfir því að mitt nafn skyldi vera nefnt í tengslum við þetta  starf. Ég veit ekki hvaðan það kom, hvort þetta voru bara slúðursögur eða hvort eitthvað var á bak við þær. Ég er ekki viss. En að taka við starfi knattspyrnustjóra Everton væri útilokað fyrir mig," sagði Gerrard sem spilaði 710 leiki fyrir aðallið Liverpool á ferlinum.

Gerrard hefur stýrt Rangers frá 2018 og liðið varð skoskur meistari með miklum yfirburðum á síðasta tímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert