Dýrastur og launahæstur frá upphafi?

Harry Kane var fyrirliði enska landsliðsins sem hlaut silfurverðlaunin á …
Harry Kane var fyrirliði enska landsliðsins sem hlaut silfurverðlaunin á EM í sumar. AFP

Kaupir Manchester City enska landsliðsfyrirliðann Harry Kane af Tottenham fyrir 160 milljónir punda og greiðir honum 400 þúsund pund í laun á viku?

Þetta er fullyrt í enska götublaðinu The Sun í dag en með þessu yrði Kane dýrasti og launahæsti knattspyrnumaður Englands frá upphafi. Þar er jafnframt sagt að Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham, hafi samþykkt að Kane geti yfirgefið félagið í sumar en hann hefur leikið með Lundúnaliðinu allan sinn feril.

Manchester City er líka sagt á höttunum á eftir Jack Grealish, enska landsliðsmanninum hjá Aston Villa, og gæti verið tilbúið til að selja Bernardo Silva til að fjármagna kaupin að hluta.

mbl.is