Sancho orðinn leikmaður Manchester United

Jadon Sancho á æfingu enska landsliðsins á EM í sumar.
Jadon Sancho á æfingu enska landsliðsins á EM í sumar. AFP

Manchester United hefur gengið formlega frá kaupunum á Jadon Sancho, landsliðsmanni Englands í knattspyrnu, frá Borussia Dortmund í Þýskalandi.

Kaupverðið er 73 milljónir punda og samningur Sancho við United er til fimm ára, með möguleika á framlengingu um eitt ár til viðbótar. Hann er því samningsbundinn félaginu til ársins 2026.

Sancho er 21 árs gamall kantmaður, uppalinn hjá Watford til 15 ára aldurs og var síðan í röðum Manchester City í tvö ár. Borussia Dortmund keypti hann þaðan 17 ára gamlan og á fjórum árum hefur Sancho skorað 38 mörk í 104 deildaleikjum í Þýskalandi og alls skorað 50 mörk í 134 mótsleikjum fyrir þýska félagið.

Sancho á að baki 22 landsleiki fyrir Englands hönd þar sem hann hefur skorað þrjú mörk.

mbl.is