Allt of há upphæð en áfram með Kane í sigtinu

Verða Raheem Sterling og Harry Kane samherjar hjá Manchester City?
Verða Raheem Sterling og Harry Kane samherjar hjá Manchester City? AFP

Englandsmeistarar Manchester City báru í gær til baka fréttir um að þeir væru tilbúnir til að kaupa Harry Kane, fyrirliða enska landsliðsins í knattspyrnu, af Tottenham fyrir 160 milljónir punda.

The Sun sló upp frétt um þetta í gærmorgun en forráðamenn City sögðu í kjölfarið að ekki kæmi til greina að greiða þessa upphæð fyrir framherjann öfluga.

Daily Telegraph segir í dag að Manchester City sé eftir sem áður með Kane efstan á sínum óskalista en ljóst sé að upphæðin þurfi að vera mun lægri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert