Vondar fréttir fyrir United

Alex Telles verður frá keppni næstu vikurnar.
Alex Telles verður frá keppni næstu vikurnar. AFP

Brasilíski knattspyrnumaðurinn Alex Telles missir væntanlega af fyrstu leikjum komandi tímabils hjá Manchester United vegna ökklameiðsla.

Telles meiddist á æfingu og lék því ekki með United í 2:4-tapinu fyrir QPR í gær. „Því miður rann Alex og sneri sig á ökkla og hann verður frá næstu vikurnar,“ sagði Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, við sjónvarpsstöð félagsins.

Bakvörðurinn kom til United frá Porto í október á síðasta ári og hefur leikið 24 leiki fyrir enska liðið. Hann hefur hins vegar þurft að sitja mikið á bekknum þar sem Luke Shaw hefur leikið afar vel síðustu mánuði.

mbl.is