Á leið í læknisskoðun hjá Arsenal

Ben White í leik með Brighton gegn Manchester City í …
Ben White í leik með Brighton gegn Manchester City í vor. AFP

Knattspyrnumaðurinn Ben White er á leið í læknisskoðun á miðvikudaginn áður en félagsskipti hans frá Brighton til Arsenal ganga í gegn.

Brighton hefur samþykkt 50 milljón punda tilboð Arsenal í leikmanninn en hinn 23 ára gamli varnarmaður hefur verið eftirsóttur í sumar. White, sem er miðvörður sem get­ur þó einnig vel leyst stöðu miðju­manns og hægri bakv­arðar, hef­ur skot­ist upp á stjörnu­him­in­inn und­an­far­in tvö ár.

Hann var lánaður til Leeds United sum­arið 2019 og hjálpaði liðinu að vinna ensku B-deild­ina. Hann sneri svo aft­ur til Bright­on og stóð sig afar vel á síðasta tíma­bili, svo vel að hann var kallaður inn í enska landsliðshóp­inn fyr­ir Evr­ópu­mótið þegar Trent Al­ex­and­er-Arnold hjá Liverpool meidd­ist.

Lék White sína fyrstu tvo lands­leiki í vináttu­leikj­um í aðdrag­anda móts­ins, þótt hann hafi ekki komið við sögu á því sjálfu. White verður að öllum líkindum þriðji leikmaðurinn sem Arsenal fær til liðs við sig á eftir Nuno Tavares og Albert Sombi Lokonga.

mbl.is