Rooney hefur tilkynnt málið til lögreglu

Wayne Rooney
Wayne Rooney Ljósmynd/Derby

Wayne Rooney, knattspyrnustjóri Derby County, hefur sett sig í samband við lögregluna í Manchester eftir að óviðeigandi ljósmyndir af honum fóru í dreifingu á samfélagsmiðlum um helgina.

Á myndunum, sem gengið hafa á milli manna á veraldarvefnum, sést Rooney sofandi á meðan ungar konur stilla sér upp í kringum hann og taka myndirnar. Ekki er vitað hvenær myndirnar voru teknar eða hvort Rooney hafi gert eitthvað ósæmilegt.

Samkvæmt Sky Sports hefur lögmaður á vegum Rooneys sett sig í samband við lögregluna í Manchester en hann telur að knattspyrnumaðurinn fyrrverandi hafi verið veiddur í gildru. Rooney er fyrrverandi leikmaður Manchester United og enska landsliðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert