Var lagður inn á spítala vegna smits

Karl Darlow í leik með Newcastle United gegn Chelsea á …
Karl Darlow í leik með Newcastle United gegn Chelsea á síðustu leiktíð. AFP

Karl Darlow, varamarkvörður enska knattspyrnufélagsins Newcastle United, greindist með kórónuveiruna í þarsíðustu viku og var af þeim sökum lagður inn á spítala.

Hinn þrítugi Darlow greindist með veiruna fyrir 10 dögum og var tafarlaust gert að fara í einangrun á heimili sínu.

Að nokkrum dögum liðnum fór heilsu hans að hraka, sem endaði með því að hann þurfti innlögn á spítala vegna ofþornunar.

Darlow hefur nú verið útskrifaður af spítalanum.

„Ég þurfti að leggjast inn á spítala í síðustu viku, sem var ansi hræðileg upplifun. Ég er á hægum batavegi þótt ég sé enn nokkuð ryðgaður.

Þetta sýnir svo ekki verður um villst að veiran er enn að dreifa sér á fullu og við verðum að halda áfram að sýna fyllstu aðgát,“ sagði hann í samtali við Sky Sports.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert