Chelsea í viðræðum við franska varnarmanninn

Jules Kounde spilaði með Frökkum á EM í sumar.
Jules Kounde spilaði með Frökkum á EM í sumar. AFP

Enska knattspyrnufélagið Chelsea er í viðræðum við Sevilla um kaup á franska miðverðinum Jules Kounde en varnarmaðurinn þykir einn sá efnilegasti í Evrópu.

Kounde er 22 ára en hann gekk til liðs við Sevilla fyrir tveimur árum og hefur slegið í gegn í spænsku efstu deildinni síðan. Hann hjálpaði liðinu að vinna sér inn sæti í Meistaradeild Evrópu í vor og var svo hluti af franska landsliðinu á Evrópumeistaramótinu í sumar.

Leikmaðurinn hefur verið orðaður við nokkur lið á Englandi, meðal annars Manchester City, en samkvæmt heimildum Sky Sports er Chelsea nú langt komið í viðræðum sínum við Sevilla. Chelsea hefur verið á höttunum eftir varnarmanni og var talið hafa áhuga á Raphael Varane hjá Real Madríd en sá er á leiðinni til Manchester United.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert