Varnarmaðurinn farinn frá Tottenham

Toby Alderweireld
Toby Alderweireld AFP

Belgíski knattspyrnumaðurinn Toby Alderweireld hefur yfirgefið Tottenham og gert samning við Al-Duhail í Katar eftir sex ára dvöl í Lundúnum.

Alderweireld er 32 ára miðvörður en hann kom til Tottenham frá Atlético Madríd árið 2015. Síðan þá hefur hann spilað 236 leiki fyrir liðið í öllum keppnum en hann var lykilmaður í liðinu sem fór alla leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu fyrir tveimur árum.

Leikmaðurinn var samningsbundinn Tottenham til 2023 en virðist þó ekki hafa verið í framtíðaráformum nýja knattspyrnustjórans, Nunos Santes. Hann er annar leikmaður Tottenham sem yfirgefur félagið í vikunni en Erik Lamela gekk til liðs við Sevilla í leikmannaskiptum, Bryan Gil kom til Tottenham í staðinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert