Ætla að kaupa Grealish fyrir metfé

Jack Grealish er eftirsóttur.
Jack Grealish er eftirsóttur. AFP

Eng­lands­meist­ar­ar Manchester City ætla að gera Jack Grealish að dýrasta enska knattspyrnumanni sögunnar og greiða Aston Villa allt að 100 milljónir punda fyrir landsliðsmanninn áður en leiktíðin hefst í ágúst.

Það er götublaðið Daily Mail sem segir frá þessu í morgun en þar kemur fram að félögin eigi í samræðum um kaupverð. City er að undirbúa fyrsta boð, sem mun hljóða upp á 75 milljónir, en forráðamenn Aston Villa vilja um 100 milljónir.

Grealish er 25 ára sóknarmaður sem hefur slegið í gegn í ensku úrvalsdeildinni og þá var hann í EM-hópi enska landsliðsins í sumar. Harry Maguire, varnarmaður Manchester United, er enn dýrasti Englendingurinn, en United keypti hann af Leicester fyrir tveimur árum á 80 milljónir.

Jack Gaughan, blaðamaður Daily Mail, segist hafa það eftir heimildarmönnum sínum að Grealish vilji fara til City og að afstaða leikmannsins muni liðka fyrir samningum milli félaganna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert