Fyrirliðinn með nýjan samning

Seamus Coleman í leik með Everton í vetur.
Seamus Coleman í leik með Everton í vetur. AFP

Knattspyrnumaðurinn Seam­us Co­lem­an, fyrirliði Everton, hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við félagið sem hann hefur spilað fyrir síðan árið 2009.

Bakvörðurinn er orðinn 32 ára gamall en hann varð fyrirliði Everton árið 2019. Hann hefur spilað 350 leiki fyrir félagið síðan hann kom frá Sligo Rovers í heimalandinu, Írlandi.

Coleman spilað 25 leiki í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og virðist nýráðinn knattspyrnustjóri Everton, Rafa Benítez, sjá leikmanninn sem lykilmann hjá félaginu.

mbl.is