West Ham fær markvörð frá París

Alphonse Areola í leik með Fulham á síðustu leiktíð.
Alphonse Areola í leik með Fulham á síðustu leiktíð. AFP

Enska knattspyrnufélagið West Ham hefur fengið franska markvörðinn Alphonse Areola lánaðan frá París SG út komandi keppnistímabil.

Areola, sem er 27 ára gamall, kannast vel við sig í London því hann var aðalmarkvörður Fulham á síðasta tímabili, einnig í láni frá PSG, og var valinn leikmaður ársins hjá félaginu í vor.

Hann á að baki 107 mótsleiki með París SG og hefur leikið með öllum landsliðum Frakklands, þar á meðal þrjá A-landsleiki, en hefur verið lánaður til fimm félaga frá 2013, þar á meðal Real Madrid þar sem hann spilaði fjóra deildarleiki tímabilið 2019-20.

Hjá West Ham þarf hann að slást um stöðuna við pólska landsliðsmarkvörðinn Lukasz Fabianski sem hefur varið mark Lundúnaliðsins undanfarin þrjú tímabil.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert