Félagaskiptin í enska fótboltanum – sumarglugginn

Enski landsliðsmaðurinn Jadon Sancho er kominn til Manchester United frá …
Enski landsliðsmaðurinn Jadon Sancho er kominn til Manchester United frá Borussia Dortmund fyrir 73 milljónir punda og samdi við félagið til fimm ára. AFP

Opið hefur verið fyrir félagaskipti í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu frá 9. júní og „sumarglugganum“ í deildinni verður lokað að kvöldi þriðjudagsins 31. ágúst, átján dögum eftir að keppni í deildinni hefst á tímabillinu 2021-22.

Mbl.is fylgist að vanda vel með öllum breytingum á liðunum tuttugu sem leika í deildinni tímabilið 2021-22 og þessi frétt er uppfærð jafnóðum og ný félagaskipti hafa verið staðfest.

Fyrst koma helstu skiptin í dag og síðustu daga, þá dýrustu leikmenn sumarsins, og síðan má sjá hverjir koma og fara frá hverju liði fyrir sig í þessum félagaskiptaglugga þar sem liðin tuttugu eru í stafrófsröð.

Ben White, til hægri, er kominn til Arsenal frá Brighton …
Ben White, til hægri, er kominn til Arsenal frá Brighton fyrir 50 milljónir punda. White var valinn besti leikmaður Brighton 2020-21 og var í enska landsliðshónum á EM. AFP

Helstu félagaskiptin síðustu daga:
30.7. Conor Gallagher, Chelsea - Crystal Palace, lán
30.7. Ben White, Brighton - Arsenal, 50 milljónir punda
29.7. Alphonse Areola, París SG - West Ham, lán
28.7. Joachim Andersen, Lyon - Crystal Palace 18,7 millj. punda
28.7. Marcus Bettinelli, Fulham - Chelsea, án greiðslu
27.7. Mamadou Sakho, Crystal Palace - Montpellier, án greiðslu
27.7. Toby Alderweireld, Tottenham - Al-Duhail, 13 millj. punda
26.7. Bryan Gil, Sevilla - Tottenham, 21,5 milljón punda
26.7. Erik Lamela, Tottenham - Sevilla
26.7. Mario Lemina, Southampton - Nice
24.7. Harry Wilson, Liverpool - Fulham, 12 milljónir punda
24.7. Pierluigi Gollini, Atalanta - Tottenham, lán
23.7. Jadon Sancho, Dortmund - Manch.Utd, 73 millj. punda
22.7. Bernard, Everton - Sharjah
22.7. Demarai Gray, Leverkusen - Everton, 1,5 millj. punda
21.7. Kristoffer Ajer, Celtic - Brentford, 13,5 milljónir punda
20.7. Asmir Begovic, Bournemouth - Everton, án greiðslu
20.7. Andros Townsend, Crystal Palace - Everton, án greiðslu
20.7. Wayne Hennessey, Crystal Palace - Burnley, án greiðslu
20.7. Marco Grujic, Liverpool - Porto, 10,5 milljónir punda
20.7. Frank Onyeka, Midtjylland - Brentford, 8,5 milljónir punda

Franski miðvörðurinn Ibrahima Konaté er kominn til Liverpool frá RB …
Franski miðvörðurinn Ibrahima Konaté er kominn til Liverpool frá RB Leipzig í Þýskalandi fyrir 35 milljónir punda. Hann er 22 ára gamall og lék með Leipzig í fjögur ár og hefur spilað með öllum yngri landsliðum Frakka. AFP

Dýrustu leikmennirnir í sumar, í milljónum punda:
73,0 Jadon Sancho, Dortmund - Manchester United
50,0 Ben White, Brighton - Arsenal
35,0 Ibrahima Konaté, RB Leipzig - Liverpool
33,0 Emiliano Buendia, Norwich - Aston Villa
24,0 Fikayo Tomori, Chelsea - AC Milan
23,0 Patson Daka, Salzburg - Leicester
21,5 Bryan Gil, Sevilla - Tottenham
18,7 Joachim Andersen, Fulham - Crystal Palace
17,0 Boubakary Soumare, Lille - Leicester
15,0 Albert Sambi Lokonga, Anderlecht - Arsenal
15,0 Marc Guéhi, Chelsea - Crystal Palace
13,5 Kristoffer Ajer, Celtic - Brentford
13,0 Junior Firpo, Barcelona - Leeds
13,0 Toby Alderweireld, Tottenham - Al-Duhail
12,0 Harry Wilson, Liverpool - Fulham

Albert Sambi Lokonga, annar frá vinstri, er kominn til Arsenal …
Albert Sambi Lokonga, annar frá vinstri, er kominn til Arsenal frá Anderlecht. Hann er 21 árs belgískur miðjumaður sem var í æfingahópi Belga fyrir lokakeppni EM í sumar. AFP

ARSENAL
Knattspyrnustjóri: Mikel Arteta (Spáni) frá 20. desember 2019.
Lokastaðan 2020-21: 8. sæti.

Komnir:
30.7. Ben White frá Brighton
19.7. Albert Sambi Lokonga frá Anderlecht (Belgíu)
10.7. Nuno Tavares frá Benfica (Portúgal)

Farnir:
26.7. Dejan Iliev til Sered (Slóvakíu) (lán)
15.7. William Saliba til Marseille (Frakklandi) (lán)
  6.7. Matteo Guendouzi til Marseille (Frakklandi) (lán)

Ashley Young, fyrrverandi landsliðsmaður Englands, er kominn til Aston Villa …
Ashley Young, fyrrverandi landsliðsmaður Englands, er kominn til Aston Villa frá Inter Mílanó, án greiðslu. Young er 35 ára og lék með Villa 2007-2011 en síðan með Manchester United í níu ár. AFP

ASTON VILLA
Knattspyrnustjóri: Dean Smith frá 10. október 2018.
Lokastaðan 2020-21: 11. sæti.

Komnir:
17.6. Ashley Young frá Inter Mílanó (Ítalíu)
10.6. Emiliano Buendia frá Norwich

Farnir:
29.7. Tyreece John-Jules til Blackpool (lán)
  2.7. Tom Heaton til Manchester United
28.6. Callum Rowe til Exeter
22.6. Björn Engels til Antwerpen (Belgíu)

Kristoffer Ajer, til hægri, í landsleik með Noregi gegn Íslandi. …
Kristoffer Ajer, til hægri, í landsleik með Noregi gegn Íslandi. Hann er kominn til nýliða Brentford sem keyptu hann af Celtic í Skotlandi fyrir 13,5 milljónir punda. mbl.is/Eggert

BRENTFORD
Knattspyrnustjóri: Thomas Frank (Danmörku) frá 16. október 2018.
Lokastaðan 2020-21: 3. sæti B-deildar, sigurvegari í umspili.

Komnir:
21.7. Kristoffer Ajer frá Celtic (Skotlandi)
20.7. Frank Onyeka frá Midtjylland (Danmörku)
  1.7. Patrik Sigurður Gunnarsson frá Silkeborg (Danmörku) (úr láni)

Farnir:
16.7. Aaron Pressley til Wimbledon (lán)
  3.7. Emiliano Marcondes til Bournemouth

Patson Daka, til vinstri, fagnar austurríska meistaratitlinum með Salzburg í …
Patson Daka, til vinstri, fagnar austurríska meistaratitlinum með Salzburg í vor en hann skoraði 27 mörk í 28 leikjum og var kjörinn besti leikmaður deildarinnar. Leicester hefur keypt hann fyrir 23 milljónir punda en Daka er 22 ára gamall Sambíumaður. Landi hans, miðjumaðurinn Enock Mwepu, til hægri, er kominn til Brighton frá Salzburg. AFP

BRIGHTON
Knattspyrnustjóri: Graham Potter frá 20. maí 2019.
Lokastaðan 2020-21: 16. sæti.

Komnir:
16.7. Kjell Scherpen frá Ajax (Hollandi)
  6.7. Enock Mwepu frá Salzburg (Austurríki)
  2.7. Jeremy Sarmiento frá Benfica (Portúgal)

Farnir:
30.7. Ben White til Arsenal
12.7. Mat Ryan til Real Sociedad (Spáni)
  9.7. Viktor Gyökeres til Coventry
23.6. Davy Propper til PSV Eindhoven (Hollandi)
14.6. Teddy Jenks til Aberdeen (Skotlandi) (lán)

BURNLEY
Knattspyrnustjóri: Sean Dyche frá 30. október 2012.
Lokastaðan 2020-21: 17. sæti.

Komnir:
20.7. Wayne Hennessey frá Crystal Palace
24.6. Nathan Collins frá Stoke

Farnir:
30.7. Josh Benson til Barnsley
27.7. Bailey Peacock-Farrell til Sheffield Wednesday (lán)
13.7. Jimmy Dunne til QPR
  1.7. Joel Mumbongo til Accrington (lán)

CHELSEA
Knattspyrnustjóri: Thomas Tuchel frá 26. janúar 2021.
Lokastaðan 2020-21: 4. sæti og Evrópumeistari.

Komnir:
28.7. Marcus Bettinelli frá Fulham

Farnir:
30.7. Conor Gallagher til Crystal Palace (var í láni hjá WBA)
18.7. Marc Guéhi til Crystal Palace (var í láni hjá Swansea)
17.7. Olivier Giroud til AC Milan (Ítalíu)
  2.7. Victor Moses til Spartak Moskva (Rússlandi) (var í láni hjá Spartak)
  2.7. Billy Gilmour til Norwich (lán)
17.6. Fikayo Tomori til AC Milan (Ítalíu)

Varnarmaðurinn Joachim Andersen fór með danska landsliðinu í undanúrslit EM …
Varnarmaðurinn Joachim Andersen fór með danska landsliðinu í undanúrslit EM í sumar. Crystal Palace hefur nú keypt hann af Lyon fyrir 18,7 milljónir punda. AFP

CRYSTAL PALACE
Knattspyrnustjóri: Patrick Vieira (Frakklandi) frá 4. júlí 2021.
Lokastaðan 2020-21: 14. sæti.

Komnir:
30.7. Conor Gallagher frá Chelsea (lán)
28.7. Joachim Andersen frá Lyon (Frakklandi)
18.7. Marc Guéhi frá Chelsea
13.7. Remi Matthews frá Sunderland
  8.7. Michael Olise frá Reading

Farnir:
27.7. Mamadou Sakho til Montpellier (Frakklandi)
20.7. Andros Townsend til Everton
20.7. Wayne Hennessey til Burnley

Demarai Gray er kominn til Everton frá Leverkusen í Þýskalandi. …
Demarai Gray er kominn til Everton frá Leverkusen í Þýskalandi. Hann er 25 ára kantmaður sem á 133 úrvalsdeildarleiki að baki með Leicester en hann fór þaðan til Leverkusen í janúar á þessu ári. Ljósmynd/Everton

EVERTON
Knattspyrnustjóri: Rafael Benítez (Spáni) frá 30. júní 2021.
Lokastaðan 2020-21: 10. sæti.

Komnir:
22.7. Demarai Gray frá Leverkusen (Þýskalandi)
20.7. Asmir Begovic frá Bournemouth
20.7. Andros Townsend frá Crystal Palace

Farnir:
29.7. Beni Baningime til Hearts (Skotlandi)
22.7. Bernard til Sharjah (Sameinuðu furstadæmunum)
  9.7. Joshua King til Watford
18.5. Theo Walcott til Southampton

Spænski bakvörðurinn Junior Firpo er kominn til Leeds frá Barcelona …
Spænski bakvörðurinn Junior Firpo er kominn til Leeds frá Barcelona fyrir 13 milljónir punda. Hann er 24 ára og hefur spilað 24 deildaleiki með Barcelona á tveimur árum. AFP

LEEDS
Knattspyrnustjóri: Marcelo Bielsa (Argentínu) frá 15. júní 2018.
Lokastaðan 2020-21: 9. sæti.

Komnir:
8.7. Sean McGurk frá Wigan
6.7. Junior Firpo frá Barcelona (Spáni)

Farnir:
27.7. Leif Davis til Bournemouth (lán)
12.7. Kiko Casilla til Elche (Spáni) (lán)
22.6. Oliver Casey til Blackpool

Franski miðjumaðurinn Boubakary Soumaré, til hægri, er kominn til Leicester …
Franski miðjumaðurinn Boubakary Soumaré, til hægri, er kominn til Leicester sem kaupir hann af Lille fyrir 17 milljónir punda. Soumaré er 22 ára og hefur leikið með öllum yngri landsliðum Frakklands. AFP

LEICESTER
Knattspyrnustjóri: Brendan Rodgers (N-Írlandi) frá 26. febrúar 2019.
Lokastaðan 2020-21: 5. sæti og bikarmeistari.

Komnir:
15.7. Ryan Bertrand frá Southampton
  2.7. Boubakary Soumare frá Lille (Frakklandi)
30.6. Patson Daka frá Salzburg (Austurríki)

Farnir:
Engir

LIVERPOOL
Knattspyrnustjóri: Jürgen Klopp (Þýskalandi) frá 8. október 2015.
Lokastaðan 2020-21: 3. sæti.

Komnir:
28.5. Ibrahima Konaté frá RB Leipzig (Þýskalandi)

Farnir:
24.7. Harry Wilson til Fulham
20.7. Marco Grujic til Porto (Portúgal)
  8.7. Liam Millar til Basel (Sviss)
10.6. Georginio Wijnaldum til París SG (Frakklandi)

MANCHESTER CITY
Knattspyrnustjóri: Pep Guardiola (Spáni) frá 1. júní 2016.
Lokastaðan 2020-21: Englandsmeistari.

Komnir:
Engir

Farnir:
16.7. Lukas Nmecha til Wolfsburg (Þýskalandi)
  7.7. Adrián Bernabé til Parma (Ítalíu)
28.6. Taylor Harwood-Bellis til Anderlecht (Belgíu) (lán)
  1.6. Eric García til Barcelona (Spáni)
31.5. Sergio Agüero til Barcelona (Spáni)

MANCHESTER UNITED
Knattspyrnustjóri: Ole Gunnar Solskjær (Noregi) frá 19. desember 2018.
Lokastaðan 2020-21: 2. sæti.

Komnir:
2.7. Tom Heaton frá Aston Villa

Farnir:
9.7. Tahith Chong til Birmingham (lán)

NEWCASTLE
Knattspyrnustjóri: Steve Bruce frá 17. júlí 2019.
Lokastaðan 2020-21: 12. sæti.

Komnir:
Engir

Farnir:
Engir

Skoski miðjumaðurinn Billy Gilmour er kominn til Norwich í láni …
Skoski miðjumaðurinn Billy Gilmour er kominn til Norwich í láni frá Chelsea. Hann er tvítugur og spilaði tvo af þremur leikjum Skota á EM í sumar. AFP

NORWICH
Knattspyrnustjóri: Daniel Farke (Þýskalandi) frá 25. maí 2017.
Lokastaðan 2020-21: 1. sæti B-deildar.

Komnir:
13.7. Pierre Lees-Melou frá Nice (Frakklandi)
  2.7. Billy Gilmour frá Chelsea (lán)
23.6. Angus Gunn frá Southampton

Farnir:
  6.7. Josip Drmic til Rijeka (Króatíu) (lán)
  5.7. Mario Vrancic til Stoke
  2.7. Daniel Barden til Livingston (Skotlandi) (lán)
  1.7. Josh Martin til MK Dons (lán)
10.6. Emiliano Buendia til Aston Villa

SOUTHAMPTON
Knattspyrnustjóri: Ralph Hasenhüttl (Austurríki) frá 5. desember 2018.
Lokastaðan 2020-21: 15. sæti.

Komnir:
  2.7. Romain Perraud frá Brest (Frakklandi)
18.5. Theo Walcott frá Everton

Farnir:
26.7. Mario Lemina til Nice (Frakklandi)
15.7. Ryan Bertrand til Leicester
14.7. Dan Nlundulu til Lincoln (lán)
12.7. Alex Jankewitz til Young Boys (Sviss)
23.6. Angus Gunn til Norwich
22.6. Kayne Ramsay til Crewe (lán)

Bryan Gil er kominn til Tottenham frá Sevilla í skiptum …
Bryan Gil er kominn til Tottenham frá Sevilla í skiptum fyrir Erik Lamela og 21,5 milljónir punda. Gil er tvítugur kantmaður með þrjá A-landsleiki og hann lék með 21-árs landsliði Spánar í úrslitakeppni EM í sumar. AFP

TOTTENHAM
Knattspyrnustjóri: Nuno Espirito Santo (Portúgal) frá 30. júní 2021.
Lokastaðan 2020-21: 7. sæti.

Komnir:
26.7. Bryan Gil frá Sevilla (Spáni)
24.7. Pierluigi Collini frá Atalanta (Ítalíu) (lán)

Farnir:
27.7.  Toby Alderweireld til Al-Duhail (Katar)
26.7. Erik Lamela til Sevilla (Spáni)
24.7. Paulo Gazzaniga til Fulham
16.6. Danny Rose til Watford
11.6. Juan Foyth til Villarreal (Spáni)

Bakvörðurinn reyndi Danny Rose er kominn til nýliða Watford frá …
Bakvörðurinn reyndi Danny Rose er kominn til nýliða Watford frá Tottenham en hann spilaði ekkert á síðasta tímabili. Rose er 31 árs, lék 156 úrvalsdeildarleiki fyrir Tottenham á fjórtán árum og hefur spilað 29 landsleiki fyrir England. AFP

WATFORD
Knattspyrnustjóri: Xisco Munoz (Spáni) frá 21. desember 2020.
Lokastaðan 2020-21: 2. sæti B-deildar.

Komnir:
  9.7. Joshua King frá Everton
  9.7. Peter Etebo frá Stoke (lán)
  9.7. Dapo Mebude frá Rangers (Skotlandi)
23.6. Emmanuel Dennis frá Club Brugge (Belgíu)
16.6. Danny Rose frá Tottenham
11.6. Ashley Fletcher frá Middlesbrough
  1.6. Imran Louza frá Nantes (Frakklandi)
27.5. Mattie Pollock frá Grimsby

Farnir:
24.6. Ben Wilmot til Stoke

Franski markvörðurinn Alphonse Areola er kominn til West Ham í …
Franski markvörðurinn Alphonse Areola er kominn til West Ham í láni frá París SG. Hann er 27 ára og hefur leikið 3 landsleiki fyrir Frakkland. AFP

WEST HAM
Knattspyrnustjóri: David Moyes (Skotlandi) frá 29. desember 2019.
Lokastaðan 2020-21: 6. sæti.

Komnir:
29.7. Alphonse Areola frá París SG (Frakklandi) (lán)

Farnir:
16.7. Felipe Anderson til Lazio (Ítalíu)

Francisco Trincao verður í röðum Wolves á næsta tímabili í …
Francisco Trincao verður í röðum Wolves á næsta tímabili í láni frá Barcelona en hann er 21 árs portúgalskur kantmaður sem lék 28 deildaleiki með Barcelona á síðasta tímabili og hefur spilað 6 landsleiki fyrir Portúgal. AFP

WOLVES
Knattspyrnustjóri: Bruno Lage (Portúgal) frá 9. júní 2021.
Lokastaðan 2020-21: 13. sæti.

Komnir:
15.7. José Sa frá Olympiacos (Grikklandi)
  9.7. Rayan Ait-Nouri frá Angers (Frakklandi)
  4.7. Francisco Trincao frá Barcelona (Spáni) (lán)
17.6. Yerson Mosquera frá Atlético Nacional (Kólumbíu)

Farnir:
13.7. Rui Patricio til Roma (Ítalíu)

Norski landsliðsmaðurinn Joshua King er kominn til nýliða Watford án …
Norski landsliðsmaðurinn Joshua King er kominn til nýliða Watford án greiðslu en hann var laus undan samningi sínum við Everton. AFP
mbl.is