Framlengdi við Liverpool til 2025

Trent Alexander-Arnold ásamt knattspyrnustjóranum Jürgen Klopp.
Trent Alexander-Arnold ásamt knattspyrnustjóranum Jürgen Klopp. AFP

Enska knattspyrnufélagið Liverpool skýrði frá því í dag að samningur bakvarðarins Trents Alexander-Arnolds hefði verið framlengdur til langs tíma.

Ekki var skýrt frá því um hversu langan samning væri að ræða en samkvæmt ESPN er hann til sumarsins 2025, eða út næstu fjögur tímabil.

Alexander-Arnold er 22 ára gamall og uppalinn hjá Liverpool en hann hefur þegar orðið Englands- og Evrópumeistari með félaginu ásamt því að vinna Stórbikar Evrópu og vera útnefndur besti ungi leikmaðurinn í úrvalsdeildinni. 

Hann hefur leikið 13 landsleiki fyrir Englands hönd, ásamt því að leika með öllum yngri landsliðunum, en missti hins vegar af Evrópumótinu í sumar vegna meiðsla.

mbl.is