Enski fótboltinn byrjaður að rúlla

Dominic Solanke skorar í dag.
Dominic Solanke skorar í dag. Ljósmynd/Bournemouth

Keppni í enska fótboltanum hófst í dag með leik Bournemouth úr B-deildinni og MK Dons úr C-deildinni í 1. umferð deildabikarsins. Leikið var í Bournemouth.

Bournemouth átti ekki í neinum vandræðum með að vinna C-deildarliðið því lokatölur urðu 5:0.

David Brooks gerði tvö mörk fyrir Bournemouth og þeir Dominic Solanke, Philip Billing og Chistian Saydee komust einnig á blað. Deildarkeppnin á Englandi fer af stað um næstu helgi þegar 1. umferð B-deildarinnar verður spiluð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert