City fær ekki Grealish og Kane

Jack Grealish og Harry Kane.
Jack Grealish og Harry Kane. AFP

Enska knattspyrnufélagið Manchester City mun ekki kaupa Harry Kane frá Tottenham, nái félagið að kaupa Jack Grealish frá Aston Villa. Hvor leikmaður er metinn á um 100 milljónir punda.

Manchester Evening News greinir frá því í dag að félagið hafi ekki fjármagn til að kaupa báða leikmenn. City hefur þegar lagt fram tilboð upp á 100 milljónir punda í Grealish.

Kane, sem er landsliðsfyrirliði Englands, hefur enn ekki fagnað stórum titli á sínum ferli, þrátt fyrir að vera 29 ára og einn besti framherji Evrópu. Hann er talinn mjög áhugasamur um að fara til City, en meiri óvissa ríkir um Grealish.

mbl.is