Fer til Tottenham eftir Ólympíuleikana

Takehiro Tomiyasu er á leiðinni til Tottenham.
Takehiro Tomiyasu er á leiðinni til Tottenham. AFP

Japanski knattspyrnumaðurinn Takehiro Tomiyasu mun að öllum líkindum ganga í raðir Tottenham á Englandi frá Bologna á Ítalíu eftir Ólympíuleikana í Tókýó.

Tomiyasu er sem stendur með þjóð sinni á heimavelli á Ólympíuleikunum. Hann er 22 ára gamall varnarmaður sem hefur leikið með Bologna frá árinu 2019, alls 60 deildarleiki.

Tottenham þarf að greiða um 15 milljónir punda fyrir japanska varnarmanninn að sögn London-Football. 

mbl.is