Reynsluboltinn yfirgefur höfuðborgina

Gary Cahill er farinn frá Crystal Palace.
Gary Cahill er farinn frá Crystal Palace. AFP

Enski knattspyrnumaðurinn Gary Cahill hefur yfirgefið herbúðir Crystal Palace eftir tvö ár hjá félaginu.

Cahill, sem er 35 ára, lék 47 leiki með Palace en hann kom til félagsins frá Chelsea árið 2019. Varnarmaðurinn er samningslaus og getur því farið á frjálsri sölu til annars félags.

Palace og Cahill hafa staðið í samningaviðræðum síðustu vikur, en þær strönduðu að lokum og því yfirgefur hann félagið.

Cahill lék með Chelsea og Bolton áður en hann fór til Crystal Palace. Hann á 61 landsleik fyrir England að baki.

mbl.is