Semur við Liverpool til sex ára

Alisson fagnar ótrúlegu sigurmarki sínu gegn WBA í maí.
Alisson fagnar ótrúlegu sigurmarki sínu gegn WBA í maí. AFP

Brasilíski markvörðurinn Alisson hefur framlengt samning sinn við enska knattspyrnufélagið Liverpool til ársins 2027.

Alisson gerði sex ára samning við Liverpool er hann kom til félagsins frá Roma árið 2018 og hefur nú gert nýjan sex ára samning.

Markvörðurinn hefur verið einn sá besti í ensku úrvalsdeildinni síðustu ár og átt stóran þátt í sigri liðsins í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni. Þá skoraði hann ógleymanlegt sigurmark gegn WBA undir lok síðustu leiktíðar.

mbl.is