Frakkinn ungi fótbrotnaði eftir fólskulega tæklingu

Wesley Fofana (t.h.) fótbrotnaði í gær.
Wesley Fofana (t.h.) fótbrotnaði í gær. AFP

Franski knattspyrnumaðurinn Wesley Fofana verður væntanlega lengi frá eftir að hafa brotið dálksbein á vinstri fæti í vináttuleik liðs hans, enska félagsins Leicester City, gegn spænska liðinu Villarreal í gær.

Vinátta var Fernando Nino, framherja Villarreal, hins vegar ekki ofarlega í huga í leiknum í gær en hann tæklaði Fofana fólskulega með þeim afleiðingum að hinn tvítugi miðvörður fótbrotnaði og fór sárþjáður af velli á börum.

Fofana staðfesti það sjálfur á samfélagsmiðlum í gær að dálksbeinið væri brotið en einnig er óttast að sköflungurinn hafi brotnað. Fer hann í nánari skoðanir í dag þar sem kemur í ljós hvort það sé raunin.

Myndskeið af ömurlegri tæklingu Nino má sjá hér fyrir neðan, en rétt er að vara viðkvæma við því:

mbl.is