Greiða 17,5 milljarða fyrir Grealish

Jack Grealish.
Jack Grealish. AFP

Enska meistaraliðið Manchester City hefur fest kaup á enska landsliðsmanninum Jack Grealish frá Aston Villa. 

City greiðir Villa 100 milljónir sterlingspunda fyrir Grealish eða liðlega sautján og hálfan milljarð. 

Um er að ræða metupphæð hjá ensku knattspyrnufélagi. Manchester United greiddi 89 milljónir punda fyrir Paul Pogba árið 2016. Séu öll félagaskipti í knattspyrnuheiminum skoðuð er Grealish sá níundi dýrasti frá upphafi. 

Jack Grealish er 25 ára gamall og gerir sex ára samning við City. Mun hann leika í treyju númer 10 sem lá á lausu eftir að Sergio Aguero fór til Barcelona. 


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert