Mættur til starfa hjá United

Jadon Sancho með enska landsliðinu gegn Úkraínu á EM í …
Jadon Sancho með enska landsliðinu gegn Úkraínu á EM í sumar. AFP

Enski landsliðsmaðurinn Jadon Sancho er byrjaður að æfa með Manchester United, en hann kom til félagsins frá Dortmund á dögunum. United greiddi 73 milljónir punda fyrir sóknarmanninn.

Sancho er 21 árs gam­all kant­maður, upp­al­inn hjá Wat­ford til 15 ára ald­urs og var síðan í röðum Manchester City í tvö ár. Borussia Dort­mund keypti hann þaðan 17 ára gaml­an og á fjór­um árum hef­ur Sancho skorað 38 mörk í 104 deilda­leikj­um í Þýskalandi og alls skorað 50 mörk í 134 móts­leikj­um fyr­ir þýska fé­lagið.

Sancho á að baki 22 lands­leiki fyr­ir Eng­lands hönd þar sem hann hef­ur skorað þrjú mörk. Manchester United birti myndir af fyrsta degi leikmannsins hja félaginu á samfélagsmiðlum. 




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert