Brynjar sparkaði Ronaldo niður (myndskeið)

Brynjar Björn Gunnarsson, fyrrverandi knattspyrnumaður og núverandi þjálfari HK, var gestur í Vellinum á Símanum sport í dag. 

Brynjar lék á sínum tíma 43 leiki með Reading í deildinni en hann lék alls 142 leiki með félaginu, flesta í B-deildinni. Hann skoraði þrjú mörk í ensku úrvalsdeildinni á sínum tíma og eitt þeirra var rifjað upp í þættinum í dag. 

Þá var einnig rifjað upp rautt spjald sem Brynjar fékk á móti West Ham og einnig þegar hann sparkaði Cristiano Ronaldo, einn besta leikmann allra tíma, niður. 

Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert