Brynjar um United: Þurfa að gera þetta í hverri viku

Í Vell­in­um á Sím­an­um Sport í gær fóru þeir Brynjar Björn Gunnarsson og Bjarni Þór Viðars­son yfir stórleik Manchester United og Leeds á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um helgina.

Bruno Fernandes og Paul Pogba léku á als oddi á laugardaginn, Fernandes skoraði þrennu og Pogba lagði upp fjögur mörk á samherja sína í 5:1 stórsigri.

„Það er lykilatriði að hann [Fernandes] og Pogba skili þessu, viku eftir viku. Það er stærsta spurningamerkið, þetta var frábær byrjun en þeir þurfa að gera þetta í hverri viku,“ sagði Brynjar Björn um frammistöðu þeirra tveggja.

„Ég hef engar áhyggjur á Bruno Fernandes í því, hann er búinn að taka þátt í einhverjum 48 mörkum frá því að hann kom. Ég hef meiri áhyggjur af Pogba,“ svaraði Bjarni Þór þá en umræður þeirra félaga má sjá í spilaranum hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert